Albanir banna TikTok

Stjórnvöld í Albaníu hafa bannað kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Öllum netþjónustuaðilum í landinu hefur verið skipað að loka fyrir aðgang að miðlinum.

Ákvörðunin um að banna TikTok var tekin í desember í fyrra, mánuði eftir að 14 ára drengur var stunginn til bana eftir rifrildi á samfélagsmiðlum.

Trendelina Zhupa, sem er kennari í Albaníu, segir við fréttastofu AFP að hún telji bannið mjög jákvætt. Hún telur samfélagsmiðla á borð við TikTok hafa neikvæð áhrif á geðheilsu barna. 

„Samfélagsmiðlar halda börnunum okkar í gíslingu,“ segir Zhupa.

Hins vegar eru ekki allir Albanir hlynntir banninu. Stjórnmálamaðurinn Igli Hyka segir bannið pólitískt.

Hyka er í stjórnarandstöðu og segir markmið stjórnvalda með banninu að skaða stöðu stjórnarandstöðunnar. Þá segir hann bannið einnig skaða albanskt viðskiptalíf. Um sé að ræða ritskoðun sem hafi slæm áhrif á tjáningarfrelsið.

Bannið tók gildi á fimmtudag.
Bannið tók gildi á fimmtudag. AFP/Martin Bureu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert