„Blóðmáni“ reis víða um veröldina

Almyrkvi á tungli verður þegar jörðin gengur á milli sólar …
Almyrkvi á tungli verður þegar jörðin gengur á milli sólar og tunglsins þannig að sólarljósið nær alls ekki að skína beint á tunglið. AFP

Stjörnuáhugamenn um víða veröld fengu að líta sjaldséðan rauðan „blóðmána“, er almyrkvi varð á tungli í gærmorgun. Sást blóðmáninn meðal annars í báðum heimsálfum Ameríku, sem og víða á Kyrrahafi og Atlantshafi og í vesturhluta bæði Evrópu og Afríku.

Almyrkvi á tungli verður þegar jörðin gengur á milli sólar og tunglsins þannig að sólarljósið nær alls ekki að skína beint á tunglið. Ljósið „beygir“ sig hins vegar í kringum jarðkúluna og andrúmsloftið, og fær tunglskinið því rauðleitan lit svipaðan þeim sem sést við sólsetur eða sólarris.

Stjörnufræðingar við Foster-stjörnukíkinn í Síle, nýttu tækifærið og beindu leysigeisla að tunglinu til að mæla fjarlægðina, en tunglið er nú í jarðfirð, það er, eins langt frá jörðu og sporbaugur tunglsins leyfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert