Flóðgátt sannaði gildi sitt

Frá ánni Arno.
Frá ánni Arno. AFP/Federico Scoppa

Ekki er hætta á frekari flóðum í borginni Flórens á Ítalíu. Flóðgátt sem er staðsett á milli Písa og Flórens var opnuð síðdegis í gær. 

Tugir manna voru fluttir frá heimilum sínum í gær. Mikið hefur ringt á svæðinu og flæddu ár meðal ann­ars yfir bakka sína og yfir göt­ur í Písa og Flórens. 

Verk að vinna.
Verk að vinna. AFP/Federico Scoppa

Um 500 slökkviliðsmenn hafa síðastliðinn sólarhring aðstoðað við hin ýmsu verkefni í Flórens og nágranna borgum. 

Almenningsgarðar, kirkjugarðar, markaðir, söfn og bóksöfn hafa verið lokuð í dag. Rauð veðurviðvörun er enn í gildi á svæðinu, en henni verður aflétt kl. 14.

Framkvæmdir við flóðgáttina hófust eftir flóð árið 1949. En því var ekki lokið í tæka tíð til að hjálpa til við að afstýra öðru flóði árið 1996.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert