Hjálparstarfsmenn á vegum góðgerðarsamtaka og blaðamenn létu lífið í loftárásum Ísraelshers á norðurhluta Gasa í dag.
Að sögn talsmanna Al Khair Foundation góðgerðarsamtakanna voru átta starfsmenn þeirra drepnir sem og nokkrir blaðamenn þegar ökutæki sem þeir voru í voru skotmörk. Hamas-samtökin lýsu þessu sem skýlausu broti á vopnahléssamkomulaginu við Ísrael.
Ísraelski herinn segir að hann hafi gert árás á tvo hryðjuverkamenn sem voru með dróna sem ógnaði ísraelskum hermönnum. Góðgerðarsamtökin hafna ásökunum um að liðsmenn þeirra hafi verið hryðjuverkamenn. Talsmaður þeirra segir Ísraelsmenn hafi framið skelfileg fjöldamorð.
Nokkrir aðrir slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas.
Vopnahlé á milli Ísraela og Hams tók gildi 19. janúar en framtíð þess er í mikilli óvissu. Stríðið hófst eftir að Hamas-samtökin réðust á Ísrael 7. október 2023 og drápu 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu.
Ísraelsmenn brugðust við umfangsmiklum hernaðaraðgerðum og hafa rúmlega 48 þúsund Palestínumenn fallið í valinn.