„Mun halda áfram að draga stríðið á langinn“

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti ít­rek­ar þá trú sína að þögn Rússa um 30 daga vopn­hlé, sem Banda­ríkja­menn hafa lagt til og Úkraínu­menn hafa samþykkt, sýni að Vla­dimír Pút­in Rúss­lands­for­seti muni halda áfram að draga stríði á lang­inn.

Selenskí tók þátt í fjar­fundi leiðtoga Evr­ópu og NATO í dag þar sem mál­efni Úkraínu voru til umræðu.

„Vopna­hlé hefði þegar getað átt sér stað, en Rúss­ar gera allt til að koma í veg fyr­ir það. Til að stöðva þetta stríð þarf virk­an þrýst­ing, ekki bara viðræður,“ seg­ir Selenskí í færslu á sam­fé­lag­miðlin­um X.

Selenskí seg­ir að heim­ur­inn verði að skilja að Rúss­land sé eina hindr­un­in sem komi  í veg fyr­ir frið. Hann seg­ir að Pútín sé að ljúga að öll­um um ástandið í Kúrsk og vopna­hlés­samn­ing­inn.

Úkraínsk­ir her­menn náðu yf­ir­ráðum í Kúrsk-héraði í Rússlandi í skyndi­árást síðasta sum­ar en rúss­nesk­ar her­veit­ir hafa hægt og ró­lega verið að end­ur­heimta svæði.

Pútín hef­ur haldið því fram að úkraínsk­ir ​​her­menn séu nú um­kringd­ir rúss­nesk­um her­sveit­um á svæðinu en Selenskí seg­ir að eng­ar sann­an­ir séu fyr­ir því.

„Sann­leik­ur­inn er sá að Pútín hef­ur þegar dregið stríðið á lang­inn í næst­um viku eft­ir viðræðurn­ar í Sádi-Ar­ab­íu. Og hann mun halda áfram að draga það á lang­inn,“ seg­ir Selenskí.

Hann seg­ir að Rúss­ar vilji sterk­ari hernaðarlegri stöðu áður en þeir skuld­bindi sig til vopna­hlés í stríðinu.

„Þeir vilja sterk­ari stöðu fyr­ir vopna­hlé og vilja bæta stöðu sína á víg­vell­in­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert