Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að byggingakrani hrundi á byggingarsvæði í Bangkok, höfuðborg Taílands, í dag.
Slysið varð snemma í morgun á Rama veginum sem tengir Bangkok við suðurhluta landsins. Í það minnsta fjórir byggingaverkmenn létust og tugir slösuðust að sögn lögreglu.
„Við höfum náð fjórum líkum og eitt er fast undir rústunum,“ sagði Sayman Boonson, háttsettur lögreglumaður, við fréttamenn á vettvangi.
Hann segir að fjórir af þeim sem létust séu taílenskir ríkisborgarar og þegar er hafin rannsókn að tildrögum slyssins.
Sjónarvottur sagði við Thairath sjónvarpsstöðina að hann hafi heyrði tvo háa hvell áður en hann sá kranann falla til jarðar en mennirnir voru að hella sementi í byggingarmót þegar kraninn hrundi.
Slys á byggingarsvæðum í Taílandi eru algeng þar sem öryggisreglum er ábótavant. Í mars á síðasta ári létust til að mynda sjö þegar krani hrundi í verksmiðju austur af höfuðborginni og fyrir tveimur árum létust að minnsta kosti tveir og tugir slösuðust þegar vegbrú í byggingu í Bankok hrundi.