Trump skipar umfangsmiklar árásir á Húta

Árásunum var beint að skotmörkum undir stjórn Húta, líklegast vopnabúri …
Árásunum var beint að skotmörkum undir stjórn Húta, líklegast vopnabúri þeirra, en aðgerðirnar eru til þess að opna alþjóðlegar siglingarleiðir á Rauðahafi. AFP

Bandaríkjaher gerði víðtæka árás á uppreisnarmenn Húta í Jemen, að beiðni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Herinn hæfði tugi skotmarka en ráðamenn í Bandaríkjum segja árásina vera fyrsta skrefið í nýrri sóknaraðgerð.

Árásirnar voru meðal annars gerðar í Sanaa, höfuðborg Jemen, að sögn sjónvarpsstöð Húta, Al Masirah.

Reykur rís eftir sprengingar í Sanaa, höfuðborg Jemen, í kvöld.
Reykur rís eftir sprengingar í Sanaa, höfuðborg Jemen, í kvöld. AFP

Trump staðfesti fyrir skömmu að Bandaríkin hefðu gert árás á Húta, sem eru uppreisnarsamtök í Jemen sem njóta stuðings klerkastjórnarinnar í Íran. Árásirnar voru ýmist frá hafi eða lofti.

„Við munum beita feikilegu banvænu afli þar til við höfum náð markmiði okkar,“ skrifar forsetinn í færslu á Truth Social en þar sakar hann hreyfinguna um að ógna skipum sem eiga leið gegnum Rauðahaf.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Opna siglingarleiðir

Síðustu mánuði hafa Hútar truflað skipaferðir yfir hafsvæðið. Fyrrum stjórn Joe Bidens framkvæmdi fjölda árása á uppreisnarseggina en tókst ekki að stöðva árásir þeirra á flutningaskip fyrir fullt og allt.

New York Times hefur eftir ráðamönnum að árásirnar, sem eru þær umfangsmestu sem Trump hefur fyrirskipað á þessu kjörtímabili, væru einnig til þess fallnar að senda Írönum skilaboð. Trump hefur áður sagst vilja ná samkomulagi við Írani til þess að koma í veg fyrir að þeir eignist kjarnorkuvopn.

Ráðamennirnir segja að árásin á Hútana gæti staðið yfir í fjölda daga og gæti stigmagnast, háð því hvernig uppreisnarmennirnir bregðast við.

Öryggisþjónustur hafa átt í basli við að staðsetja vopnakerfi Húta, en þau eru talin vera framleidd í neðanjarðarverksmiðjum og smyglað inn frá Íran.

Trump heldur áfram á Truth Social: „Til allra Húta-hryðjuverkamanna: Tími ykkar er runninn upp.“ Hann sendir svo skilaboð til Írana: „Stuðningi við Húta þarf að ljúka SAMSTUNDIS!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert