Tuttugu látnir í ofsaveðri í Bandaríkjunum

Frá ríkinu Missouri í dag.
Frá ríkinu Missouri í dag. BRAD VEST

Tala látinna í Bandaríkjunum vegna óveðurs sem gengur þar yfir hefur hækkað en 20 manns eru nú látnir. Þar af eru 12 látnir í Missouri.

Óveðrið geisar í nokkrum ríkjum miðhluta Bandaríkjanna en öflugir hvirfilbylir hafa valdið miklum usla og hafa mörg hús og byggingar eyðilagst.

Þúsundir án rafmagns

Að sögn breska ríkisútvarpsins eru tæplega 100.000 manns nú án rafmagns í Missouri og 70.000 í Michigan.

Í ríkjunum Arkansas, Texas, Indiana og Mississippi eru 10.000 manns án rafmagns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert