Tala látinna í Bandaríkjunum vegna óveðurs sem gengur þar yfir hefur hækkað en 20 manns eru nú látnir. Þar af eru 12 látnir í Missouri.
Óveðrið geisar í nokkrum ríkjum miðhluta Bandaríkjanna en öflugir hvirfilbylir hafa valdið miklum usla og hafa mörg hús og byggingar eyðilagst.
Að sögn breska ríkisútvarpsins eru tæplega 100.000 manns nú án rafmagns í Missouri og 70.000 í Michigan.
Í ríkjunum Arkansas, Texas, Indiana og Mississippi eru 10.000 manns án rafmagns.