Tala látinna í Norður-Makedóníu hækkar. Nú er staðfest að 59 manns hafi látið lífið vegna eldsvoða á skemmtistað í bænum Kocani í nótt. 155 manns eru slasaðir.
Um 1500 manns voru saman komin til að sækja tónleika hip-hop dúettsins DNK á skemmtistaðnum. Flestir tónleikagestir voru ungt fólk.
Eldurinn kviknaði klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Talið er að hann hafi kviknað út frá flugeldum sem notaðir voru á tónleikunum.
Forsætisráðherra Norður-Makedóníu, Hristijan Mickoski, heimsótt staðinn í dag. „Þetta er erfiður og mjög sorglegur dagur,“ skrifaði Mickoski á Facebook-reikning sinn.