Deilir myndum af nýjustu árásum Rússa

Volodimír Selenskí á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.
Volodimír Selenskí á blaðamannafundi í Kænugarði í gær. AFP

Borgir og samfélög í Úkraínu hafa orðið fyrir hundruðum árása Rússa aðeins í þessari viku.

Frá þessu greinir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og lætur myndir fylgja af afleiðingum árásanna.

Segir hann fleiri en þúsund árásardróna hafa verið nýtta til árásanna, auk nærri 1.360 fjarstýrðra eldlflauga og fleiri en tíu eldflauga til viðbótar af öðrum gerðum.

„Þeir sem vilja að stríðinu ljúki eins fljótt og mögulegt er, láta ekki svona,“ skrifar forsetinn í yfirlýsingu.

„Þess vegna þurfum við í sameiningu að beita Rússland þrýstingi svo að það neyðist til að hætta árásum sínum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert