Einn er látinn og þrír særðir eftir sprengingu í olíuhreinsunarstöð í rússnesku borginni Ryazan.
Rússnesku fréttastofurnar TASS og RIA greina frá.
Vinnslustöðin, sem er í eigu stærsta olíuframleiðanda Rússlands, hefur nokkrum sinnum verið skotmark í úkraínskum drónaárásum og í síðasta mánuði þurfti að stöðva starfsemi í fyrirtækinu eftir drónaárás.
Stjórnarerindrekar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í gær um um næstu skref til að binda endi á stríðið í Úkraínu en Volodimír Selenskí hefur í grundvallaratriðum samþykkt tillögu Bandaríkjamanna um 30 daga vopnahlé.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hins vegar ekki fallist á vopnahlé þrátt fyrir mikinn þrýsting að hálfu Bandaríkjamanna.