61 árs gamall maður frá Perú fannst á lífi í Kyrrahafinu eftir að hafa varið 95 dögum á sjó.
Hinn 61 árs gamli Máximo Napa Castro lagði af stað á fiskibát sínum 7. desember frá strandbænum Marcona í suðurhluta Perú, en slæmt veður varð til þess að hann villtist af leið.
Hann fannst á mánudaginn af skipverjum á ekvadorskum fiskibáti undan ströndum norðurhluta Perú.
Castro drakk regnvatn og borðaði skordýr, fugla og skjaldbökur til að lifa af. Hann segist mikið hafa hugsað til fjölskyldu sinnar þegar hann barðist við að halda sér á lífi. Ekki hafi liðið dagur sem hann hafi ekki hugsað um móður sína.