Fjórar líkamsárásir í Reykjavík síðasta sólarhring

Tvær af þessum árásum áttu sér stað í hverfi 105. …
Tvær af þessum árásum áttu sér stað í hverfi 105. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tveir voru hand­tekn­ir í Reykja­vík í dag vegna hvor sinn­ar lík­ams­árás­ar­inn­ar. Lög­regl­an hef­ur alls greint frá fjór­um lík­ams­árás­um í borg­inni síðasta sól­ar­hring­inn, þar á meðal einni „stór­felldri“ árás í nótt.

Lög­reglu var til­kynnt um lík­ams­árás í hverfi 105 að því er fram kem­ur í dag­bók lög­reglu þar sem sagt er frá verk­efn­um á milli kl. 5 og 17 í dag.

Einn var hand­tek­inn á vett­vangi en sá var í ann­ar­legu ástandi. Lög­regl­an seg­ir að hinn hand­tekni hafi verið með fíkni­efni á sér og þau voru hald­lögð. Hann hafi verið færður í fanga­klefa þangað til að hægt er að taka af hon­um skýrslu vegna gruns um lík­ams­árás og vörslu fíkni­efna.

Önnur árás í 108

Til­kynnt var um aðra lík­ams­árás í hverfi 108 og var einn hand­tek­inn þar á vett­vangi. Hann var einnig í ann­ar­legu ástandi. Sá var svo færður í fanga­klefa þangað til að hægt verður að taka af hon­um skýrslu vegna máls­ins.

Síðan var til­kynnt um þriðju lík­ams­árás­ina auk eigna­spjalla, þá í hverfi 113.

Lög­regla fór á staðinn og tók framb­urðar­skýrslu af brotaþola. Stuttu síðar voru lög­reglu­menn í al­mennu eft­ir­liti í hverfi 112 sem sáu aðila sem var grunaður ger­andi í mál­inu. „Lög­reglu­menn tóku af hon­um framb­urð vegna máls­ins. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna,“ seg­ir í dag­bók lög­reglu frá kl. 5 -17 í dag.

Stór­felld árás í gær

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að lög­regl­an hefði stór­fellda lík­ams­árás í hverfi 105 til rann­sókn­ar. Kom þetta fram í dag­bók lög­reglu frá kl. 17 í gær til kl. 5 í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert