Forsetanum settur dómstóllinn fyrir dyrnar, og þó...

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Al­rík­is­dóm­ari í Banda­ríkj­un­um bannaði Trump-stjórn­inni að not­ast við tvö hundruð ára göm­ul stríðslög til að senda út­lend­inga úr landi. Þrátt fyr­ir það sendu Banda­rík­in rúm­lega 200 meinta glæpa­menn til El Sal­vador í nótt, þar sem þeir eiga að dúsa í einu stærsta fang­elsi heims.

Á föstu­dag gaf Don­ald Trump út for­seta­til­skip­un þar sem vísað var til laga­setn­ing­ar frá 1798 með það fyr­ir stafni að vísa liðsmönn­um venesú­elska glæpa­geng­is­ins Tren de Aragua (TdA) úr landi. Sagði Trump Venesúela­menn­ina ógna Banda­ríkja­mönn­um.

Lög­in kveða á um að þegar Banda­rík­in eru í stríði eða að verja af sér inn­rás sé yf­ir­völd­um heim­ilt að hand­sama og/​eða senda úr landi „alla íbúa, borg­ara eða þegna óvinaþjóðar­inn­ar sem eru 14 ára og eldri“ án málsmeðferðar.

Lög­um þess­um hef­ur aðeins verið beitt þris­var í Banda­ríkja­sög­unni, meðal ann­ars í fyrri og seinni heimstyrj­öld­inni. 

Op­in­beruðu til­skip­un­ina í gær

Frétt­ir bár­ust ekki af til­skip­un for­set­ans fyrr en í gær, þegar rík­is­stjórn­in op­in­beraði hana eft­ir að mann­rétt­inda­sam­tök höfðu stefnt rík­is­stjórn­inni fyr­ir hönd fimm venesú­elskra manna sem átti að vísa úr landi.

Örskömmu síðar setti James E. Boasberg, al­rík­is­dóm­ari í Washingt­on, stól­inn fyr­ir dyrn­ar og sagði að hann myndi leggja fram tíma­bundna skip­un sem bannaði rík­is­stjórn­inni að not­ast við lög­gjöf­ina til að vísa inn­flytj­end­um úr landi. Þetta átti að fresta brott­flutn­ing­um í að minnsta kosti 14 daga.

New York Times hef­ur eft­ir dóm­ar­an­um að hann trúi ekki að lög­in séu grund­völl­ur fyr­ir áætlan­ir for­set­ans. Hann sagði að öll­um þeim sem hefði verið vísað úr landi vegna til­skip­un­ar­inn­ar þyrfti að snúa aft­ur til Banda­ríkj­anna, hvernig sem farið væri að því – jafn­vel þó að þyrfti að snúa flug­vél­um við.

„Þetta er eitt­hvað sem þið verðið að passa upp á að sé fram­fylgt sam­stund­is,“ sagði Boasberg og beindi orðum til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna áfrýjaði ákvörðun dóm­ar­ans strax, að sögn Washingt­on Post, og sakaði Boasberg um átroðning á „valdi fram­kvæmda­valds­ins til að fjar­lægja hættu­lega út­lend­inga“.

Samt send­ir úr landi

Trump-stjórn­in virðist ekki hafa fram­fylgt þessu, þar sem út­lend­ing­un­um var samt vísað úr landi.

Í dag greindu svo Nayib Bu­kele, for­seti El Sal­vador, og Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, frá því að 238 meint­ir TdA-menn hefðu verið send­ir til El Sal­vador þar sem þeir myndu dvelja í fang­elsi.

Banda­rík­in greiða El Sal­vador fyr­ir að taka á móti þeim. Í mynd­skeiði sem Bu­kele deildi með sinni færslu má sjá nokkra menn í hand­járn­um sem flutt­ir voru úr flug­vél yfir í Cecot-fang­elsið. 

Einnig hafa Banda­ríkja­menn sent 23 eft­ir­lýsta meðlimi MS-13 glæpa­geng­is­ins til El Sal­vador.

Eitt stærsta fang­elsi vest­ur­heims

Trump hafði haldið því fram í til­skip­un sinni að TdA-menn stunduðu „óvenju­leg­an hernað gegn landsvæði Banda­ríkj­anna, bæði beint og að stefnu Maduro-stjórn­ar­inn­ar, leyni­lega eða ekki“ en þar vís­ar hann til Nicolás Maduro, for­seta Venesúela.

Þess­um meintu glæpa­mönn­um verður gert að dúsa í einu al­ræmd­asta fang­elsi heims, Cecot-fang­els­inu. 

Fang­elsið rým­ir 40 þúsund manns og föng­um er þar komið fyr­ir í glugga­laus­um klef­um, gert að sofa á stál­rúm­um án dýnu, og er þeim meinað að fá gesti. 

Meintur glæpon er krúnurakaður í Cecot-fangelsinu.
Meint­ur glæpon er krúnurakaður í Cecot-fang­els­inu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert