Lögðu hald á rúmlega 800 kíló af kókaíni

Talið er að farmurinn sé 24 milljón evra virði.
Talið er að farmurinn sé 24 milljón evra virði. AFP

Franska tollgæslan lagði hald á rúmlega 800 kíló af kókaíni úr flutningabíl á áningarsvæði á þjóðvegi í suðausturhluta Frakklands í gær.

Ökumaður flutningabílsins, sem er pólskur, var handtekinn en talið er að farmurinn, sem var 828 kíló, sé 24 milljón evra virði sem jafngildir um 3,5 milljörðum íslenskra króna.

Alls lagði franska tollgæslan hald á 53,5 tonn af kókaíni á síðasta ári, meira en tvöfalt meira en árið á undan.

Samkvæmt rannsóknum hefur kókaínneysla næstum tvöfaldast í Frakklandi en um 1,1 milljón manns neyttu kókaíns að minnsta kosti einu sinni árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert