Minnst 50 létu lífið á skemmtistað

Tala látinna gæti hækkað.
Tala látinna gæti hækkað. Ljósmynd/Colourbox

Minnst 50 létust á skemmtistað í bænum Kocani í Norður-Makedóníu í nótt vegna elds sem kviknaði í húsnæðinu. Kocani er um 100 kílómetra austur af höfuðborginni Skopje.

Um 1500 manns voru á staðnum til að sækja tónleika sem þar voru haldnir. 

Samkvæmt fréttamiðlum í Norður-Makedóníu kviknaði eldur um klukkan 3 í nótt að staðartíma.

Eldsupptök eru óljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert