Senda yfir 200 manns til El Salvador

Bandaríkin greiða El Salvado fyrir að taka á móti fólkinu.
Bandaríkin greiða El Salvado fyrir að taka á móti fólkinu. Samsett mynd/Marvin Recinos/Anna Moneymaker/AFP/Getty Images

Bandaríkin hafa sent 238 meinta meðlimi Tren de Aragua, glæpagengis frá Venesúela, til El Salvador þar sem þeir munu dvelja í fangelsi. Bandaríkin greiða El Salvado fyrir að taka á móti þeim. 

Nayib Bukele, forseti El Salvador, og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greina frá þessu á samfélagsmiðlum X.

Í myndskeiði sem Bukele deildi með sinni færslu má sjá nokkra menn í handjárnum sem fluttir voru úr flugvél yfir í Cecot-fangelsið þar gríðarleg gæsla er. Myndbandið er hér neðar í fréttinni. 

Frá Cecot-fangelsinu.
Frá Cecot-fangelsinu. AFP/Marvin Recinos

Einnig hafa Bandaríkjamenn sent 23 eftirlýsta meðlimi MS-13 glæpagengisins til El Salvador. 

„Eins og alltaf höldum við áfram í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. En að þessu sinni erum við líka að hjálpa bandamönnum okkar, gera fangelsiskerfið okkar sjálfbært og afla mikilvægra upplýsinga til að gera landið okkar enn öruggari stað. Allt í einni aðgerð,“ skrifar Bukele á X.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert