Jack Straw, fyrrverandi þingmaður og ráðherra breska Verkamannaflokksins, hefur hvatt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, til að yfirgefa Mannréttindadómstól Evrópu.
Telegraph greinir frá þessu.
Straw hefur efasemdir um gagnsemi þess að Bretland sé bundið af úrskurðum dómstólsins og segir mannréttindi „nógu örugg“ samkvæmt gildandi breskum lögum.
Straw, sem starfaði sem utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra undir stjórn Sir Tony Blair og Gordon Brown, gagnrýnir skort á lýðræðislegu forræði á mannréttindasáttmála Evrópu (ECHR).
Hann segir að dómar dómstólsins séu í „lægri gæðum“ en þeir sem breskir dómarar kveða upp. Hann vitnar í mannréttindalögin, sem ríkistjórn Sir Tony Blair kynnti, sem fullnægjandi tryggingu fyrir mannréttindum.