Tala látinna í Bandaríkjunum hækkar

Þessi mynd var tekin í hjólhýsabyggð Missouri í gær.
Þessi mynd var tekin í hjólhýsabyggð Missouri í gær. Brad Vest/Getty Images/AFP

Að minnsta kosti 34 hafa látist víðsvegar um Missouri, Arkansas, Texas, Oklahoma, Kansas og Mississippi í Bandaríkjunum vegna óveðurs. Þá hafa fjölmargir slasast.

Gert er ráð fyrir því að ofsaveðrið haldi áfram í dag.

Öfl­ug­ir hvirfil­byl­ir hafa valdið mikl­um usla og hafa margar bygg­ing­ar eyðilagst. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ljóst að um mikið tjón er að ræða.

Íbúar leita að munum.
Íbúar leita að munum. Brad Vest/Getty Images/AFP
Tjónið er mikið.
Tjónið er mikið. Brad Vest/Getty Images/AFP
Brad Vest/Getty Images/AFP
Brad Vest/Getty Images/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert