Trump og Pútín ræða saman í vikunni

Donald Trump og Vladimír Pútín.
Donald Trump og Vladimír Pútín. AFP

Bú­ist er við því að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, ræði sam­an sím­leiðis í vik­unni.

Banda­rík­in og Úkraína hafa þrýst á yf­ir­völd í Rússlandi að samþykkja vopna­hlé í stríði Rússa og Úkraínu sem hófst fyr­ir rúm­um þrem­ur árum þegar Rúss­ar réðust inn í Úkraínu.

Banda­ríkja­menn lögðu fram á dög­un­um vopna­hléstil­lögu sem Úkraínu­menn samþykktu á fundi í Sádi-Ar­ab­íu.

Ætla að eiga góðar og já­kvæðar viðræður

Pútín hef­ur ekki gefið skýrt svar við vopna­hléstil­lög­unni held­ur hef­ur hann nefnt fjölda skil­yrða og varpað fram al­var­leg­um at­huga­semd­um vegna til­lög­unn­ar.

Steve Wit­koff, full­trúi samn­inga­nefnd­ar Banda­ríkj­anna, sem hitti Pútín í nokkr­ar klukku­stund­ir á dög­un­um, sagði í viðtali við CNN að hann teldi að for­set­arn­ir tveir ætli að eiga mjög góðar og já­kvæðar viðræður í þess­ari viku.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sakaði í gær stjórn­völd í Rússlandi um að vilja ekki binda enda á stríðið og varaði við því að Rúss­ar vildu fyrst bæta stöðu sína á víg­vell­in­um áður en þeir samþykktu vopna­hlé.

Í viðbrögðum sín­um við vopna­hlé­inu fyrr í vik­unni sagði Pútín að fram­takið myndi gagn­ast fyrst og fremst Úkraínu en ekki rúss­nesk­um her­sveit­um, sem hann sagði sækja fram á mörg­um svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert