Týnd kona fannst látin

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. mbl.is/Gunnlaugur

Kona á fimmtugsaldri fannst látin í skógi í Hällefors í Svíþjóð í gær og telur lögreglan að konan sé sú sem saknað hefur verið frá því í desember í fyrra.

Aftonbladet greinir frá.

Einn maður hefur verið handtekinn grunaður um morðið. Þegar konan hvarf á síðasta ári rannsakaði lögreglan það í upphafi sem mannshvarf án gruns um afbrot. En í janúar tók rannsóknin nýja stefnu og taldi lögregla grun um mannrán hafi verið að ræða.

„Það er of snemmt að segja til um hvaða tengsl þau höfðu hvort við annað,“ segir Lars Hedelin, talsmaður lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert