40 látnir og mikil eyðilegging af völdum hvirfilbylja

Bryggja við Clearwater-vatn nærri Piedmont í Missouri-ríki gjöreyðilagðist í storminum.
Bryggja við Clearwater-vatn nærri Piedmont í Missouri-ríki gjöreyðilagðist í storminum. AFP

Að minnsta kosti 40 manns lét­ust þegar hvirfil­byl­ir fóru um miðvest­ur- og suður­hluta Banda­ríkj­anna um helg­ina.

Hvirfil­byl­irn­ir fóru verst með Mis­souri-ríki þar sem 12 manns hafa týnt lífi í óveðrinu síðan á föstu­dag.

Í Kans­as- og Texas-ríkj­um olli öfl­ug­ur vind­ur­inn ryk­storm­um sem þeystu heilu bif­reiðunum til og frá og urðu 12 manns að ald­ur­tila. Dauðsföll voru einnig skráð í Ark­ans­as-, Ala­bama- og Mississippi-ríkj­um.

Í Kans­as-ríki lét­ust að minnsta kosti átta eft­ir að meira en 55 öku­tæki lentu sam­an vegna ryk­storms og í Texas-ríki olli ann­ar ryk­storm­ur því að um 38 bíl­ar hlóðust upp þannig að minnsta kosti fjór­ir týndu lífi.

Skógareldar í Oklahoma-ríki eyðilögðu um 200 heimili. Þessi bíll stóð …
Skógar­eld­ar í Okla­homa-ríki eyðilögðu um 200 heim­ili. Þessi bíll stóð í bíl­skúr húss í Stillwater í Okla­homa þegar eld­ur­inn læsti sig í því og brenndi til grunna. AFP/​Scott Ol­son

Um 100 millj­óna manna svæði

Ofsa­veðrið hafði áhrif á svæði sem á búa um 100 millj­ón­ir manns. Vind­ur­inn virkaði sem físi­belg­ur á annað hundrað skógar­elda í Okla­homa-ríki. 

Flóðaviðvar­an­ir voru gefn­ar út í hluta Texas-, Louisi­ana-, Ala­bama-, Ark­ans­as-, Tenn­essee-, Mississippi-, Georgia-, Kentucky- og Norður-Karólínu-ríkja.

Á 400 þúsund manns voru án raf­magns í gær­kvöld.

Neyðarástandi hef­ur verið líst yfir í Ark­ans­as-, Georgíu- og Okla­homa-ríkj­um.

Mikil eyðilegging var víða í Alabama-ríki. Tim Striegel fann glas …
Mik­il eyðilegg­ing var víða í Ala­bama-ríki. Tim Strieg­el fann glas í heilu lagi í brak­inu. AFP/​Jan Sonn­en­ma­ir

Sam­ein­ast í bæn

Í Mis­souri sagði rík­is­stjór­inn Mike Kehoe um­fang eyðilegg­ing­ar­inn­ar í rík­inu yfirþyrm­andi. Hundruð heim­ila, skóla og fyr­ir­tækja hafa ým­ist eyðilagst eða stór­skemmst, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu hans.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti bað lands­menn að sam­ein­ast sér og Mel­aniu for­setafrú í bæn fyr­ir öll­um sem hafa orðið og verða fyr­ir áhrif­um af stormun­um hræðilegu, að því er fram kem­ur í færslu hans á Truth Social-sam­fé­lags­miðlin­um í hans eigu.

BBC

AFP/​Jan Sonn­en­ma­ir
Babtistakirkjan í Calera í Alabama-ríki varð fyrir miklum skemmdum af …
Babt­i­sta­kirkj­an í Cal­era í Ala­bama-ríki varð fyr­ir mikl­um skemmd­um af völd­um hvirfil­byls. AFP/​Jan Sonn­en­ma­ir
Loftmynd af heimilum sem hafa brunnið til grunna eftir skógarelda …
Loft­mynd af heim­il­um sem hafa brunnið til grunna eft­ir skógar­elda föstu­dags­ins í Stillwater í Okla­homa. AFP/​Scott Ol­son
Íbúar leita að einhverju heillegu eftir eldana.
Íbúar leita að ein­hverju heil­legu eft­ir eld­ana. AFP/​Scott Ol­son
AFP/​Scott Ol­son
AFP/​Scott Ol­son
AFP/​Scott Ol­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert