Ætlar ekki að létta á stál- og áltollum

Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir við blaðamenn í þotu sinni.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir við blaðamenn í þotu sinni. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist ekki hafa í hyggju að létta á stál- og áltoll­um. 

Frá því að hann tók við völd­um í Hvíta hús­inu á nýj­an leik í janú­ar hef­ur hann lagt álög­ur á mörg viðskipta­lönd Banda­ríkj­anna.

Hluta­bréf falla

Háir toll­ar Trumps á áli og stáli gagn­vart Kan­ada og Mexí­kó tóku gildi í byrj­un mars sem varð til þess að verð á hluta­bréf­um tók að falla.

For­set­inn sagði blaðamönn­um um borð í for­setaþot­unni í gær að hann ætlaði ekki að gera und­anþágur frá gjald­skránni.

„Nei ég ætla ekki að gera það,“ ít­rekaði Trump.

Boðar frek­ari tolla

Eft­ir að Trump boðaði 25% tolla á Kan­ada svöruðu stjórn­völd þar í landi með því að hækka verð á raf­magni sem þeir selja til Banda­ríkj­anna.

Trump sagði í kjöl­farið að ef ekki yrði fallið frá þess­ari verðhækk­un þá myndi hann stór­auka tolla á bif­reiðar frá Kan­ada 2. apríl.

Þá hef­ur hann hótað 200% tolli á vín og aðrar áfeng­ar vör­ur frá Frakklandi og öðrum lönd­um í Evr­ópu­sam­band­inu. Kem­ur hót­un­in í kjöl­far áætlaðra refsitolla Evr­ópu­sam­bands­ins á meðal ann­ars banda­rískt viskí, sem eiga að taka gildi í byrj­un apríl.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert