Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst fyrir fram náðunum Joe Bidens, forvera síns, gagnvart ýmsum fylgismönnum Bidens og þingmönnum sem hafa reitt Trump og fylgismenn hans til reiði með því að rannsaka árásina á þinghúsið 6. janúar 2020.
Sakar hann Biden um að hafa ekki skrifað sjálfur undir náðunina, heldur að hafa notað svokallaðan „autopen“ eða tæki til að fjölfalda undirskriftir.
Telur Trump þetta ástæðu til að ógilda fyrir fram náðanirnar, en óljóst er hvort Trump hafi völd til slíkrar ógildingar.
Trump tjáði sig um málið á samfélagsmiðli sínum Truth social og vísaði þar til Bidens sem syfjaða Joe Biden (e. sleepy Joe Biden) og sagði náðunina hafa verið gagnvart óskipaðri nefnd sem samanstóð af „pólitískum óþokkum (e. political thugs) og að náðunin væri ekki í gildi lengur.
Sagði Trump jafnframt að þar sem Biden hafi ekki skrifað sjálfur undir, heldur notað autopen hefði Biden ekki vitað hvað hann var að skrifa undir.
Áður en Trump tók við sem forseti á ný 20. janúar náðaði Biden fyrir fram fjölskyldumeðlimi sína og alla nefndarmenn í svokallaðri „6. janúar-nefnd Bandaríkjaþings“ sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Meðal þingmanna í nefndinni voru tveir repúblikanar, Liz Cheney frá Wyoming og Adam Kinzinger frá Illinois. Bæði hafa þau dottið af þingi síðan þá.