Maðurinn sem kveikti í konunni sinni gaf sig fram

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. AFP

Fjörutíu og sex ára georgískur karlmaður sem hafði verið á flótta eftir að hafa kveikt í eiginkonu sinni í sporvagni í Þýskalandi í gær gaf sig fram í morgun, að sögn lögreglu.

„Hinn grunaði gaf sig fram á lögreglustöðinni í Gera skömmu fyrir klukkan 9 í morgun og var handtekinn þar án mótþróa,“ segir lögreglan í Gera sem er í austurhluta Þýskalands.

Maðurinn slapp út úr sporvagninum eftir verknaðinn og hófst leit að honum í gær en hann er grunaður um tilraun til manndráps.

Maðurinn, sem ekki var nafngreindur, er ákærður fyrir að hafa úðað eldfimum vökva yfir eiginkonu sína og kveikt í henni inni í sporvagninum í Gera og valdið henni lífshættulegum áverkum en hún var flutt með þyrlu á nærliggjandi sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert