Staðfesta viðræður Pútíns og Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín ætla að ræða saman …
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín ætla að ræða saman í síma á morgun. AFP

Yf­ir­völd í Rússlandi staðfestu í dag að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, muni ræða sam­an í síma á morg­un um hvernig binda megi enda inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu.

Trump sagði við frétta­menn í gær að mik­il vinna hafi verið unn­in á milli aðila að leysa Úkraínu­deil­una og að hann myndi ræða við Pútín á þriðju­dag.

„Það er svo sann­ar­lega raun­in. Það er verið að und­ir­búa slíkt sam­tal,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rúss­lands­stjórn­ar, við frétta­menn í dag, án þess að tjá sig um það sem leiðtog­arn­ir muni ræða um.

Steve Wit­koff, sem fer fyr­ir sendi­nefnd Banda­ríkja­manna, var í Moskvu í síðustu viku til að kynna sam­eig­in­lega vopna­hléstil­lögu Banda­ríkja­manna og Úkraínu sem ger­ir ráð fyr­ir 30 daga hléi á hernaðaraðgerðum.

Pútín hef­ur sagst styðja hug­mynd­ina um vopna­hlé en seg­ist vera með lista af erfiðum kröf­um sem þarf að upp­fylla áður en hægt verði að semja um frið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert