Starmer og Macron tilbúnir að senda hermenn til Úkraínu

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur þátt í myndsímtali á vegum Keirs …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur þátt í myndsímtali á vegum Keirs Starmers, forsætisráðherra Bretlands, á laugardag. AFP/Kiran Ridley

Von er á að fleiri en 30 ríki leggi sitt af mörk­um til að verja mögu­legt vopna­hlé í Úkraínu. Þannig er svo­kölluðu banda­lagi hinna viljuðu lýst.

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hafa stýrt vinn­unni við að koma banda­lag­inu á kopp­inn síðan Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hóf bein­ar samn­ingaviðræður við Rússa um að binda endi á inn­rás­ar­stríð þeirra í Úkraínu.

„For­sæt­is­ráðherr­ann sagði getu ríkj­anna mis­mun­andi en nú standa yfir viðræður um fram­kvæmd­ina og hvers banda­lagið sé megn­ugt að afla,“ sagði talsmaður Star­mer við blaðamenn og bætti við að ljóst væri að um um­tals­vert afl yrði að ræða.

Mik­il­vægt púsl

Sagt er að banda­lagið sé mik­il­vægt púsl til að veita Úkraínu þá ör­ygg­is­ábyrgð sem ríkið tel­ur sig þurfa og til að fæla Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta frá því að brjóta vopna­hlé.

Bæði Star­mer og Macron hafa sagst vera til­bún­ir að senda breska og franska her­menn inn í Úkraínu en ekki er ljóst hvort önn­ur ríki séu til­bú­in til þess.

Tug­ir her­for­ingja munu hitt­ast í Bretlandi á fimmtu­dag til að halda viðræðunum áfram sem verða nú færðar yfir á aðgerðastig.

Star­mer hef­ur sagt að hann fagni allri aðstoð við banda­lagið. Sum lönd geti lagt af mörk­um til flutn­inga eða eft­ir­lits. Þá hef­ur verk­fræðiaðstoð verið nefnd í því sam­bandi sem og notk­un flug­valla og hús­næðis und­ir áhafn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert