Trump hyggst opna Kennedy-skjölin á morgun

Trump tilkynnti þetta einmitt í Kennedy-listamiðstöðinni í kvöld. Hann sagði …
Trump tilkynnti þetta einmitt í Kennedy-listamiðstöðinni í kvöld. Hann sagði við blaðamenn að Kennedy-skjölin yrðu áhugaverð lesning. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hyggst op­in­bera leyniskjöl er varða morðið á for­vera sín­um John F. Kenn­e­dy árið 1963. Rík­is­stjórn­in muni op­in­bera 80 þúsund blaðsíður af trúnaðargögn­um um málið á morg­un, þriðju­dag.

„Fólkið hef­ur beðið eft­ir þessu í ára­tugi,“ hef­ur Fox News eft­ir for­set­an­um, sem ræddi við blaðamenn í dag er hann heim­sótti Kenn­e­dy-listamiðstöðina í Washingt­on D.C, enTrump gerði sig sjálf­an ný­lega að stjórn­ar­for­manni miðstöðvar­inn­ar.

Morðið á Kennedy er meðal frægari atburða í sögu Bandaríkjanna. …
Morðið á Kenn­e­dy er meðal fræg­ari at­b­urða í sögu Banda­ríkj­anna. Kem­ur sann­leik­ur­inn í ljós á morg­un? Ljós­mynd/​Bett­mann/​COR­BIS)

Trump-stjórn­in skipaði í janú­ar starfs­hóp sem var falið að op­in­bera skjöl er varða morðin á John F. Kenn­e­dy, bróður hans Robert F. Kenn­e­dy eldri, og mann­rétt­inda­frömuðnum Mart­in Lut­her King Jr.

For­set­inn tók fram að skjöl­in væru „afar áhuga­verð“ en eins og frægt er orðið varð Trump sjálf­ur fyr­ir nokkr­um bana­til­ræðum í kosn­inga­bar­átt­unni.

Var það ekki Oswald?

Morðið á Kenn­e­dy er meðal fræg­ari at­b­urða í sögu Banda­ríkj­anna. For­set­inn þáver­andi var skot­inn í höfuðið þann 22. nóv­em­ber 1963 er hann ók um göt­ur Dallas í Texasríki ásamt eig­in­konu sinni, Jackie Kenn­e­dy. Þá hafði hann verið for­seti frá 1961.

Hin op­in­bera – og al­geng­asta – skýr­ing er sú að Lee Har­vey Oswald hafi myrt for­set­ann. En Oswald var svo myrt­ur tveim­ur dög­um síðar af manni að nafni Jack Ruby. Ekki er vitað hver ástæða Oswalds var fyr­ir morðinu og sam­kvæmt þeim gögn­um sem fyr­ir liggja var fátt sem benti til þess að Oswald hefði nokkra óbeit á for­set­an­um.

Út frá þess­ari ráðgátu hafa ýms­ar kenn­ing­ar, ekki síður sam­særis­kenn­ing­ar, spunn­ist. Sum­ir hafa haldið því fram að Oswald hafi ekki verið hinn raun­veru­legi morðingi, held­ur aðeins gerður að blóra­böggli.

Þær sam­særis­kenn­ing­ar snúa m.a. að arf­tak­an­um Lyndon B. John­son, kúb­anska bylt­ing­ar­leiðtog­an­um Fidel Castro, mafíunni, banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni (FBI) eða jafn­vel rúss­nesku al­rík­is­lög­regl­unni (KGB).

Hver veit? Kannski kem­ur sann­leik­ur­inn loks­ins í ljós á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert