Einstakur fundur í Trollhättan

Þjóðminjavörður segir gripinn einstakan og slíkur skartgripur hafi aðeins verið …
Þjóðminjavörður segir gripinn einstakan og slíkur skartgripur hafi aðeins verið á færi allra voldugustu höfðingja járnaldar. Ljósmynd/Þjóðminjavörður Vestra-Gautlands

„Aðeins þeir allra vold­ug­ustu báru svona nokkuð,“ seg­ir Niklas Ytter­berg, þjóðminja­vörður í Vestra-Gautlandi í Svíþjóð, í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT um gull­háls­band sem þar er fundið, í Troll­hätt­an, og er talið vera um 2.000 ára gam­alt, frá því á járn­öld sem vís­ar til mis­mun­andi tíma­bila í heim­in­um en í Skandi­nav­íu telst járn­öld tíma­bilið frá um það bil 500 fyr­ir Krists burð til árs­ins 1030 eft­ir Krist.

Skart­grip­ur þessi er úr eðal­málmi sem frétt SVT til­grein­ir ekki nán­ar og skreytt­ur gullþræði og fjölda gull­hringa. Fannst hann á um það bil tveggja metra dýpi við jarðvinnu­fram­kvæmd­ir í Troll­hätt­an, um 75 kíló­metra norður af Gauta­borg.

Talið skandi­nav­ísk fram­leiðsla

Að sögn þjóðminja­varðar sveit­ar­fé­lags­ins er um al­gjör­lega ein­stak­an fund að ræða og ekki á færi annarra en auðug­ustu stór­menna járn­ald­ar að hafa slík­ar ger­sem­ar í fór­um sín­um.

Skart­grip­ir svipaðrar gerðar hafa fund­ist í Bret­land og Frakklandi, en sænsk­ir forn­leifa­fræðing­ar telja þann sem fannst í Troll­hätt­an fram­leidd­an í Skandi­nav­íu.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert