Geimfararnir komnir aftur til jarðar

Geimfararnir Butch Wilmore, Aleksandr Gorbunov, Nick Hague og Suni Williams …
Geimfararnir Butch Wilmore, Aleksandr Gorbunov, Nick Hague og Suni Williams sjást hér um borð í geimfari SpaceX sem flutti þá til jarðar. AFP/NASA/Keegan Barber

Geim­far­arn­ir Barry „Butch“ Wilmore og Sunita „Suni“ Williams komu aft­ur til jarðar fyrr í dag, en þau höfðu verið um borð í alþjóðlegu geim­stöðinni níu mánuðum leng­ur en áætlað var. 

Upp­haf­lega hafði verið gert ráð fyr­ir að leiðang­ur þeirra til og frá geim­stöðinni í júní sl. myndi taka um það bil átta daga, en bil­un í geim­fari Boeing-flug­véla­verk­smiðjanna, Starliner, þýddi að þau neydd­ust til að vera áfram í geim­stöðinni í 285 daga. Fóru þau um­hverf­is jörðina á spor­baug næst­um 4.600 sinn­um á þeim tíma. 

Geim­far­arn­ir Nick Hague frá Banda­ríkj­un­um og Al­eks­andr Gor­bunov frá Rússlandi komu um borð í geim­stöðina í sept­em­ber síðastliðnum, og flutti geim­ferja SpaceX-fyr­ir­tæk­is­ins, Crew Dragon, fjór­menn­ing­ana heim í gær. 

Lenti farið í sjón­um skammt und­an strönd­um Flórída, og tók rúm­lega klukku­stund að ná geim­förun­um út. Munu þeir nú fara til Hou­st­on í Texas og und­ir­gang­ast nokk­urra daga lækn­is­rann­sókn og eft­ir­lit. 

Geimfarið sem bar fjórmenningana til jarðar.
Geim­farið sem bar fjór­menn­ing­ana til jarðar. AFP/​NASA+

Mál geim­far­anna hef­ur orðið að póli­tísku bit­beini vest­an­hafs, þar sem Trump Banda­ríkja­for­seti og Elon Musk, eig­andi SpaceX, hafa sakað fyrri Banda­ríkja­stjórn um að hafa skilið geim­far­ana eft­ir í geim­stöðinni af póli­tísk­um ástæðum.

For­svars­menn NASA hafa hins veg­ar sagt að stjórn­mál hafi ekki leikið neina rullu í ákv­arðana­töku um að halda Wilmore og Williams leng­ur í geimn­um en upp­haf­lega stóð til. Þar hafi skipt einna mestu máli að ekki var talið rétt að flýta geim­skoti til þess að sækja tví­menn­ing­ana, og því hafi það verið talið betra að leyfa þeim að verða hluti af reglu­legri áhöfn geim­stöðvar­inn­ar. 

Butch Whitmore er hér hjálpað út úr geimfarinu.
Butch Whit­more er hér hjálpað út úr geim­far­inu. AFP/​NASA+
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert