„Leikreglurnar hafa breyst“: Hóta að opna hlið vítis

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að Hamas „verði að skilja að leikreglurnar hafa breyst“ eftir að Ísrael gerði hörðustu árásir sínar á Gasa frá því vopnahlé hófst í janúar.

Íbúar í Jabalia á norðurhluta Gasa sjást hér ganga fram …
Íbúar í Jabalia á norðurhluta Gasa sjást hér ganga fram hjá rústum húsa sem eyðilögðust í loftárásum Ísraela í nótt. AFP

„Ef þeir leysa ekki alla gíslana strax úr haldi þá munu hliðin að helvíti opnast og þeir munu standa frammi fyrir öllum mætti IDF [Ísraelshers] í loftinu, á sjónum og á landi þar til samtökin hafa verið gjöreyðilögð,“ var haft eftir ísraelska varnarmálaráðherranum í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér þegar hann heimsótti Tel Nof-flugstöðina.

Greint var frá því í morgun að heil­brigðisráðuneyti Gasa, sem er und­ir stjórn Ham­as, hefði greint frá því að Ísra­els­her hefði drepið yfir 330 íbúa á Gasa­strönd­inni í loft­árás í nótt.

Í yf­ir­lýs­ingu frá varn­ar­málaráðherra Ísra­els í kjöl­far árás­ar­inn­ar í nótt kom fram að Ísra­els­her ætli að halda áfram að berj­ast á Gasa á meðan ekki væri búið að af­henda alla gísl­ana sem tekn­ir voru í hryðju­verk­un­um 7. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert