Myndskeið: Rússar herja á miðborg Kænugarðs

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rúss­ar gera nú at­lögu að miðborg Kænug­arðs með árás­ar­drón­um. Þar er for­seta­höll Úkraínu og fjöldi annarra op­in­berra bygg­inga, en einnig hóp­ur ís­lenskra blaðamanna á hót­eli.

    Fjöldi spreng­inga hef­ur þegar orðið en óljóst er hvort nokk­ur dróni hafi hæft skot­mark sitt.

    Borg­ar­stjóri Kænug­arðs, Vítalí Klit­sjkó, seg­ir loft­varna­kerfi að störf­um á miðsvæðum borg­ar­inn­ar. Í stuttri yf­ir­lýs­ingu bein­ir hann því til borg­ar­búa að leita skjóls.

    Meðfylgj­andi mynd­skeið tók Eggert Jó­hann­es­son, ljós­mynd­ari mbl.is. Mælt er með að hlýtt sé á og horft til enda.

    40 árás­ar­drón­ar á flugi yfir land­inu

    Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hef­ur einnig rétt í þessu sent frá sér til­kynn­ingu, þar sem hann seg­ir að ein­mitt nú, í mörg­um héruðum lands­ins, megi heyra hvað það er sem Rúss­land virki­lega þurfi.

    Að sögn for­set­ans eru um 40 Shahed-árás­ar­drón­ar á flugi yfir land­inu og loft­varn­ir virka til að verj­ast þeim.

    Slík­ur dróni hafi þegar hæft sjúkra­hús í Súmí-héraði í nótt og aðrir af sömu gerð séu ein­mitt nú á sveimi yfir Kænug­arði.

    Pútín í raun hafnað til­lög­unni

    „Það eru svona árás­ir að nóttu til af hálfu Rússa sem eyðileggja orku­kerfi okk­ar, innviði og eðli­legt líf Úkraínu­manna,“ skrif­ar Selenskí.

    „Og sú staðreynd að þessi nótt er eng­in und­an­tekn­ing sýn­ir að þrýst­ing­ur­inn á Rúss­land verður að aukast svo að úr verði friður.“

    Bend­ir hann á að í dag hafi Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti í raun hafnað til­lögu um al­gjört vopna­hlé.

    „Rétt væri ef heim­ur­inn svaraði með því að hafna nokk­urri til­raun Pútíns til að fram­lengja stríðið.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert