Samþykkja að láta af loftárásum á orkuinnviði

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Brendan Smialowski

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur samþykkt að gera 30 daga vopnahlé á árásum á orkuinnviði í Úkraínu. Þetta kemur í kjölfar símtals sem Pútín og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í dag þar sem vopnahlé á innrásarstríði Rússa í Úkraínu var til umræðu. 

Töldu þeir Pútín og Trump að vopnahléið á orkuinnviðum væri vegvísir að varanlegu vopnahléi. 

Hvíta húsið hefur sent frá sér samantekt á því hvað fór á milli leiðtoganna tveggja. Segir þar meðal annars að samningaviðræður um varanlegt vopnahlé muni hefjast tafarlaust í Mið-Austurlöndum. 

Skiptast á stríðsföngum

Rússneskir miðlar greina einnig frá því að samþykkt hafi verið að Rússar og Úkraínumenn muni skiptast á 175 stríðsföngum á næstunni. Auk þess sem að Rússar muni afhenda „alvarlega særða“ úkraínska hermenn til síns heima. 

Er Pútín einnig sagður hafa hvatt Trump til þess að binda enda á hernaðar- og leyniþjónustuaðstoð til Úkraínu á meðan Bandaríkin vinni að því að binda enda á stríðið.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert