Vara íbúa við landamærin við

Reykský stígur upp frá Gasa í morgun.
Reykský stígur upp frá Gasa í morgun. AFP

Ísraelsher hefur hvatt íbúa á Gasa til að rýma svæði við landamærin.

Aðvörunin kemur í kjölfar umfangsmikillar loftárásar ísraelska hersins í nótt sem heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að yfir 330 hafi farist í.

Í tísti á samfélagsmiðlinum X varar talsmaður ísraelska hersins íbúa við, sérstaklega í hverfunum Beit Hanoun, Khirbet Khuza'a, Abasan al-Kabira and Al-Jadida.

„Þessi tilgreindu svæði eru metin hættuleg átakasvæði,“ segir í tístinu.

„Til að tryggja öryggi ykkar verðið þið að rýma tafarlaust í þekkt skýli í vesturhluta Gasaborgar og í Khan Yunis,“ segir þar enn fremur.

Vinna með sáttasemjara

Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðherra Ísraels í kjölfar árásarinnar í nótt kom fram að Ísraelsher ætli að halda áfram að berjast á Gasa á meðan ekki væri búið að afhenda alla gíslana sem teknir voru í hryðjuverkunum 7. október. 

Árásin í nótt var sú mannskæðasta frá því að vopnahléið á Gasa átti að taka gildi.

Hamas segjast nú vinna með „sáttasemjara“ til að stemma stigu við árásargirni Ísraela.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert