Árásir á Gasa héldu áfram í nótt

Palestínskur maður hleypur með stúlku í fanginu sem særðist í …
Palestínskur maður hleypur með stúlku í fanginu sem særðist í árásunum í nótt. AFP

Almannavarnir á Gasasvæðinu segir Ísraelsher hafa drepið þrettán í loftárásum hersins í nótt og að tugir til viðbótar hafi særst.

Árásirnar voru m.a. gerðar á borgirnar Khan Yunis og Gasa.

Heilbrigðisráðuneyti Gasa segja yfir 400 hafa farist í árásum á Gasasvæðið aðfaranótt þriðjudags. Árásirnar eru þær umfangsmestu frá því í janúar.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt árásirnar „aðeins upphafið“ og að framvegis munu friðarviðræður við Hamas eiga sér stað „undir skothríð“.

Hefur Ísrael heitið því að halda árásunum áfram uns öllum gíslum Hamas hefur verið sleppt úr haldi.

Kallas ræddi við ráðherra utanríkismála

Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segist hafa rætt við Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, og komið þeim skilaboðum á framfæri að árásirnar væru óásættanlegar.

Kallas segist hafa spurt Saar hvers vegna Ísraelar væru að gera þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert