Átti „mjög gott“ spjall við Selenskí

Trump og Selenskí töluðu saman í símann í dag.
Trump og Selenskí töluðu saman í símann í dag. AFP/Samsett mynd

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti töluðu sam­an fyrr í dag um sím­tal Trumps við Pútín Rúss­lands­for­seta í gær. 

Sagði Trump á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social að sam­tal þeirra hefði verið „mjög gott“ og að viðleitni sín til þess að koma á vopna­hléi í Úkraínu­stríðinu væri á réttri leið. 

Trump sagði jafn­framt að til­gang­ur sím­tals­ins hefði einkum verið sá að reyna að færa bæði Rússa og Úkraínu­menn nær hvor öðrum varðandi ósk­ir þeirra og þarf­ir gagn­vart vopna­hléi. 

Þetta er fyrsta sam­tal for­set­anna sem vitað er um frá því að fund­ur þeirra í Hvíta hús­inu í lok fe­brú­ar fór út um þúfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka