Átti „mjög gott“ spjall við Selenskí

Trump og Selenskí töluðu saman í símann í dag.
Trump og Selenskí töluðu saman í símann í dag. AFP/Samsett mynd

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti töluðu saman fyrr í dag um símtal Trumps við Pútín Rússlandsforseta í gær. 

Sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social að samtal þeirra hefði verið „mjög gott“ og að viðleitni sín til þess að koma á vopnahléi í Úkraínustríðinu væri á réttri leið. 

Trump sagði jafnframt að tilgangur símtalsins hefði einkum verið sá að reyna að færa bæði Rússa og Úkraínumenn nær hvor öðrum varðandi óskir þeirra og þarfir gagnvart vopnahléi. 

Þetta er fyrsta samtal forsetanna sem vitað er um frá því að fundur þeirra í Hvíta húsinu í lok febrúar fór út um þúfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert