Forsetar ganga á rökstóla

Volodimír Selenskí og Donald Trump ræðast nú við í síma …
Volodimír Selenskí og Donald Trump ræðast nú við í síma um símtal Trumps við Pútín. AFP

„Forseti Úkraínu er að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta símleiðis,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Sergei Nykyforov, talsmanni Volódimírs Selenskís Úkraínuforseta, rétt í þessu, en fjölmiðlar hafa greint frá væntanlegu símtali forsetanna tveggja er snúast myndi um símtal Trumps við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Nokkur óþokki var með þeim leiðtogunum, Trump og Selenskí, á nýlegum fundi þeirra í Hvíta húsinu sem sjónvarpað var um heimsbyggðina nýverið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert