Loftárásum Rússa linnir ekki og algjört vopnahlé virðist sem tálsýn ein

Tetjana Bardína aðstoðarborgarstjóri Poltava.
Tetjana Bardína aðstoðarborgarstjóri Poltava. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­tán lét­ust, þar af þrjú börn, þegar skot­flaug Rússa hæfði íbúðablokk í borg­inni Polta­va í Úkraínu að morgni laug­ar­dags­ins 1. fe­brú­ar.

Tetj­ana Bardína aðstoðar­borg­ar­stjóri Polta­va seg­ir loft­árás­um Rússa á borg­ina hafa fjölgað stór­lega á þessu ári miðað við þau ár sem liðin eru frá inn­rás rúss­neska hers­ins.

Blaðamaður og ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins eru í Kænug­arði. Um miðnætti að staðar­tíma í gær­kvöldi tók að bera þar mjög á átök­um úkraínskra loft­varna við rúss­neska árás­ar­dróna, sem þangað hafði verið stýrt til að sækja að miðborg­inni.

Fyrr um dag­inn höfðu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti ræðst við í síma, þar sem sá síðar­nefndi svo gott sem úti­lokaði vopna­hlé eða frið af hálfu Rússa, ef mið er tekið af þeim skil­yrðum sem gef­in voru út í yf­ir­lýs­ingu Kreml­ar að loknu sím­tali leiðtog­anna. Loft­árás­ir Rússa stóðu enn yfir þegar blaðið fór í prent­un seint í gær­kvöldi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert