Segir jákvætt að Bandaríkin og Rússland tali saman

„Nágrannar Rússlands hafa auðvitað hvað mestar áhyggjur af Rússlandi, það …
„Nágrannar Rússlands hafa auðvitað hvað mestar áhyggjur af Rússlandi, það segir sig sjálft. En það er fyrir öllu að allir átti sig á að þetta er sameiginleg ógn,“ sagði Costa. AFP/Nicolas Tucat

Yf­ir­maður Evr­ópu­sam­bands­ins, Ant­onio Costa, seg­ist ör­ugg­ur um að Evr­ópu­ríki muni taka þátt í viðræðum um framtíð Úkraínu. Banda­rík­in og Rúss­land þurfi ekki á Evr­ópu­sam­band­inu að halda til að geta átt í viðræðum og já­kvætt sé að lönd­in tvö tali sam­an.

„Ná­grann­ar Rúss­lands hafa auðvitað hvað mest­ar áhyggj­ur af Rússlandi, það seg­ir sig sjálft. En það er fyr­ir öllu að all­ir átti sig á að þetta er sam­eig­in­leg ógn,“ sagði Costa.

Sem yf­ir­maður sam­bands­ins hef­ur Costa það hlut­verk að skapa ein­ingu – hvort sem um ræðir varn­ir Evr­ópu eða sam­skipti yfir Atlants­hafið – milli 27 ríkja með ólíka sögu, mark­mið og hags­muni.

Viðræður leiðtoga um hvernig styðja má Úkraínu og styrkja varn­ir Evr­ópu munu fara fram í Brus­sel í vik­unni.

„Ef og þegar“ friður verður

„Und­ir for­ystu Frakk­lands og Bret­lands erum við að und­ir­búa okk­ur und­ir að taka þátt í ör­ygg­is­ráðstöf­un­um til að viðhalda friði, ef og þegar hann verður,“ sagði Costa við blaðamann AFP.

Spurður hvort rök­rétt sé að kaupa banda­rísk­ar F-35 orr­ustu­vél­ar, en Banda­rík­in geta þá komið í veg fyr­ir notk­un þeirra ef þess ger­ist þörf, sagði Costa öll ríki átta sig á að ef eitt­hvað er keypt en ekki hægt að stjórna notk­un þess, sé það vanda­mál.

„En við kepp­um ekki endi­lega við Banda­rík­in. Land­fræðileg for­gangs­röðun Banda­ríkj­anna er ekki leng­ur Evr­ópa held­ur Kyrra­hafið. Þeir eru að biðja Evr­ópu­ríki um að taka meiri ábyrgð á eig­in vörn­um, sem þýðir að Banda­ríkja­menn skilja að við þurf­um að þróa eig­in varn­ar­getu. Það er hag­ur beggja aðila.

Þess vegna væru það stór mis­tök að keppa við tolla og auka hættu á tolla­stríði. Ef þú vilt fjár­festa meiru, þá viltu ekki valda efna­hags­vanda­mál­um.“

Spurður hvort hann sjái Banda­rík­in enn sem áreiðan­leg­an banda­mann sagði hann sam­band Evr­ópu og Banda­ríkj­anna eiga sér djúp­ar ræt­ur. For­ystu­breyt­ing­ar á hvorri hlið Atlants­hafs­ins muni ekki hafa áhrif á sam­bandið.

„Land­fræðileg­ur snún­ing­ur Banda­ríkj­anna byrjaði ekki með Trump og það mun ekki enda með Trump. Þannig að Evr­ópa verður að gera það sem hún þarf að gera, óháð af­stöðu Banda­ríkj­anna og Don­alds Trumps.“

Eng­ar viðræður um Úkraínu án Úkraínu

Spurður hvort sím­tal Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta sé áhyggju­efni svaraði Costa að hvorki Rúss­land né Banda­rík­in þurfi á Evr­ópu­sam­band­inu að halda til að eiga í viðræðum. Bætti hann við að já­kvætt væri að lönd­in tvö tali sam­an.

„Staða okk­ar er ljós: Það geta eng­ar viðræður um Úkraínu átt sér stað án Úkraínu. Aðeins Úkraína sem full­valda ríki get­ur ákveðið hvenær, hvernig og hve langt þess­ar viðræður ganga.

En ég trúi því að all­ir – sér­stak­lega Banda­rík­in – skilja að spurn­ing­in er ekki aðeins um Úkraínu, held­ur um ör­yggi Evr­ópu í heild.“

Vopna­hlé í inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkraínu var til umræðu í sím­tali Trumps og Pútíns í gær.

Pútín samþykkti að gera 30 daga vopna­hlé á árás­um á orku­innviði í Úkraínu sem starfs­bræðurn­ir telja veg­vísi að var­an­legu vopna­hléi. Þá munu samn­ingaviðræður um var­an­legt vopna­hlé taf­ar­laust hefjast í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Þrátt fyr­ir þetta ómuðu loft­varnaflaut­ur og spreng­ing­ar í Kænug­arði í gær­kvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert