Selenskí: Engar tilslakanir heldur aukinn stuðningur

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Alexander Stubb, forseta Finnlands, í dag.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Alexander Stubb, forseta Finnlands, í dag. AFP

Volodímír Selenskí forseti Úkraínu segir að bandamenn landsins ættu að auka stuðning sinn við Úkraínu, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti krafðist þess að Vesturlöndin myndu stöðva hernaðar- og leyniþjónustustuðning sinn við ríkið.

„Ég tel að við ættum ekki að gera neinar tilslakanir varðandi aðstoð við Úkraínu, heldur ætti frekar að auka aðstoðina við Úkraínu,“ sagði Selenskí á blaðamannafundi með finnska starfsbróður sínum Alexander Stubb í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert