Selenskí: Engar tilslakanir heldur aukinn stuðningur

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Alexander Stubb, forseta Finnlands, í dag.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Alexander Stubb, forseta Finnlands, í dag. AFP

Volodímír Selenskí for­seti Úkraínu seg­ir að banda­menn lands­ins ættu að auka stuðning sinn við Úkraínu, eft­ir að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti krafðist þess að Vest­ur­lönd­in myndu stöðva hernaðar- og leyniþjón­ust­ustuðning sinn við ríkið.

„Ég tel að við ætt­um ekki að gera nein­ar til­slak­an­ir varðandi aðstoð við Úkraínu, held­ur ætti frek­ar að auka aðstoðina við Úkraínu,“ sagði Selenskí á blaðamanna­fundi með finnska starfs­bróður sín­um Al­ex­and­er Stubb í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert