Selenskí mun ræða við Trump í dag

Volidmír Selenskí Úkraínuforseti og Alexander Stubb Finnlandsforseti á blaðamannafundi í …
Volidmír Selenskí Úkraínuforseti og Alexander Stubb Finnlandsforseti á blaðamannafundi í morgun. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti mun ræða við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í dag þar sem næstu skref um vopna­hlé á milli Rúss­lands og Úkraínu verða rædd. Þá hef­ur Selenskí einnig kallað eft­ir frek­ari aðstoð frá banda­mönn­um Úkraínu.

Selenskí er nú stadd­ur í Finn­landi þar sem hann hef­ur fundað með Al­ex­and­er Stubb, for­seta Finn­lands, en nú fer fram sam­eig­in­leg­ur blaðamanna­fund­ur starfs­bræðranna.

Seg­ir Banda­rík­in eiga að hafa eft­ir­lit með vopna­hlé­inu

Trump og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti munu eiga sam­tal í dag um vopna­hléið og seg­ist Selenskí munu fá upp­lýs­ing­ar um það sam­tal þegar hann ræðir við Trump síðar í dag.

Þá seg­ir hann Banda­rík­in eiga að hafa eft­ir­lit með vopna­hlé­inu, sem Úkraína hef­ur þegar samþykkt.

Verður að vera vopna­hlé án skil­yrða

Pútín samþykkti í gær, eft­ir sam­tal við Trump, að láta af árás­um á orku­innviði í Úkraínu. Töldu þeir Pútín og Trump að vopna­hléið á orku­innviðum væri veg­vís­ir að var­an­legu vopna­hléi. Stuttu eft­ir sam­tal þeirra gerði Rúss­land loft­árás á Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu.

Al­ex­and­er Stubb Finn­lands­for­seti sagði á blaðamanna­fund­in­um að ef Rúss­land vilji ná raun­veru­leg­um friði þurfi landið að samþykkja vopna­hléstil­lögu Banda­ríkj­anna án skil­yrða, líkt og Úkraína hef­ur gert.

„Það eru aðeins tvær leiðir til að bregðast við til­lögu for­seta Banda­ríkj­anna. Það er já eða nei, en eng­in skil­yrði,“ seg­ir Stubb.

Eigi frek­ar að auka aðstoðina

Þá kallaði Selenskí eft­ir aukn­um stuðningi frá banda­mönn­um Úkraínu en um­mæl­in koma í kjöl­far þess að Pútín hef­ur kraf­ist þess að Vest­ur­lönd hætti að veita Úkraínu hernaðar- og leyniþjón­ust­ustuðning.

„Ég tel að við ætt­um ekki að gera nein­ar mála­miðlan­ir í sam­bandi við aðstoð við Úkraínu, held­ur ætti frek­ar að auka aðstoðina,“ seg­ir Selenskí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka