Rússar og Úkraínumenn skiptast á 175 föngum hvor um sig í dag.
Rússnesk stjórnvöld staðfestu þetta eftir símtal á milli Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Ætla Rússar einnig „vegna velvildar“ að afhenda 23 særða úkraínska hermenn sem hafa dvalið á rússneskum heilbrigðisstofnunum.
Ekki fengust frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá Kremlverjum.