Stjórnvöld í Úkraínu segja Rússa hafa ráðist á Úkraínu með 171 árásardróna í nótt.
Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 132 úkraínska dróna sem var beint að Rússlandi.
„Óvinurinn gerði atlögu að okkur með 171 dróna í nótt,“ segir í yfirlýsingu úkraínska flughersins. Fram kemur að úkraínski herinn hafi skotið niður 75 dróna en að 63 drónar hefðu horfið af ratsjá hersins, án þess þó að valda skaða.
Í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að rússnesk loftvarnakerfi hafi eyðilagt „132 ómönnuð úkraínsk loftför í nótt“.