Leit stendur yfir á Diskóflóa á vesturströnd Grænlands að þremur einstaklingum sem hefur verið saknað þar síðan á sunnudag.
Bátur sem talið er að fólkið hafi verið í fannst mannlaus á mánudag.
Danska strandgæslan segir að leitað hafi verið úr þyrlu og ratsjárflugvél í samvinnu við grænlensku lögregluna.