Með hverjum deginum drepa Rússar fleiri og fleiri

Ekkert lát er á árásum Rússa gegn Úkraínu hvað sem …
Ekkert lát er á árásum Rússa gegn Úkraínu hvað sem líður viðræðum leiðtoga um vopnahlé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við Sjálfstæðistorgið í Kænugarði stendur ótrúlegur fjöldi þjóðfána Úkraínu, svo margir að ógerlegt er að telja þá. Hvern og einn þeirra hefur fólk sett niður til minningar um ástvin sem látist hefur sökum innrásarstríðs Rússa, sem hófst fyrir rúmum þremur árum.

Þeim fjölgaði enn í gær og fjölgar raunar með hverjum deginum sem líður og þar með einnig þeim sem drepnir eru af Rússum, hvort sem þeir eru hermenn eða saklausir borgarar.

Ekkert lát er á árásum Rússa gegn Úkraínu hvað sem líður viðræðum leiðtoga um vopnahlé. Af skilyrðum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að dæma verður að teljast ólíklegt að friður af nokkurri gerð náist í bráð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert