13 slösuðust í eftirför lögreglu í París

Eftirforin átti sér stað í morgun í suðurhluta höfuðborgarinnar.
Eftirforin átti sér stað í morgun í suðurhluta höfuðborgarinnar. AFP

13 slösuðust, þar á meðal tíu lögreglumenn, er ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í suðurhluta Parísar í morgun.

Eftirförin spannaði nokkra kílómetra og endaði með því að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og rakst á umferðarljós. Þrjár lögreglubifreiðar rákust síðan á bíl ökumannsins. 

Ökumaðurinn og tveir farþegar voru handteknir og fluttir á sjúkrahús með minni háttar áverka. Einstaklingarnir eru á aldrinum 19 til 30 ára. 

Klukkan 5:45 á staðartíma hlýddi ökumaðurinn ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. 

Þrír lögreglubílar veittu bílnum þá eftirför sem endaði með áðurnefndum afleiðingum. 

Lögreglumennirnir hlutu minni háttar meiðsl og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi síðdegis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert