Heathrow-flugvöllur í London hefur verið opnaður og er starfsemi þar á bæ hafin að nýju.
Eldur kviknaði í raforkustöð skammt frá flugvellinum snemma í gærmorgun og olli rafmagnsleysi.
Flugvöllurinn var lokaður umferð meirihluta gærdagsins en í gærkvöldi var aftur farið að fljúga til og frá vellinum.
Um 1.350 flugferðir urðu fyrir áhrifum af lokuninni í gær, samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.
Búist var við töfum og að einhverjum flugferðum verði aflýst í dag vegna lokunarinnar í gær.