Enn dynja daglega á Úkraínumönnum árásir Rússa, hvort sem er úr lofti á saklausa borgara eða á víglínunni úr norðri og austri, jafnvel þótt færri fréttir séu nú fluttar af því en í upphafi þess stríðs sem hófst með innrás rússneska hersins í febrúar fyrir rúmlega þremur árum.
Þessari staðreynd og mörgu fleiru fengu blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins að kynnast í ferð sinni til Úkraínu fyrr í vikunni.
Baráttuþrek heimamanna virðist þar óbilandi frammi fyrir skeytingarlausu ofbeldi Rússa, sem engu eira að skipun forsetans Vladimírs Pútín, en hann vill alla Úkraínu undir hæl sinn og setur slík skilyrði fyrir vopnahléi að þau jafnast á við höfnun.
Og á bak við varnarlínurnar reyna Úkraínumenn að halda lífi sínu áfram, vitandi að ekkert skilur þá frá gjöreyðingaraflinu nema hugrakkir hermenn þeirra eigin þjóðar.