Stríðið heldur áfram og lífið gerir það líka

Ólíkt hlutskipti. Á meðan nærri milljón hermenn berjast gegn innrásarliði …
Ólíkt hlutskipti. Á meðan nærri milljón hermenn berjast gegn innrásarliði Rússa á vígvellinum, að langmestu leyti karlar, vinna konur vörnum landsins gagn með öðrum hætti heima fyrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn dynja daglega á Úkraínumönnum árásir Rússa, hvort sem er úr lofti á saklausa borgara eða á víglínunni úr norðri og austri, jafnvel þótt færri fréttir séu nú fluttar af því en í upphafi þess stríðs sem hófst með innrás rússneska hersins í febrúar fyrir rúmlega þremur árum.

Þessari staðreynd og mörgu fleiru fengu blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins að kynnast í ferð sinni til Úkraínu fyrr í vikunni.

Berjast við hermenn Pútíns

Baráttuþrek heimamanna virðist þar óbilandi frammi fyrir skeytingarlausu ofbeldi Rússa, sem engu eira að skipun forsetans Vladimírs Pútín, en hann vill alla Úkraínu undir hæl sinn og setur slík skilyrði fyrir vopnahléi að þau jafnast á við höfnun.

Og á bak við varnarlínurnar reyna Úkraínumenn að halda lífi sínu áfram, vitandi að ekkert skilur þá frá gjöreyðingaraflinu nema hugrakkir hermenn þeirra eigin þjóðar.

Dagur. Að morgni dags í miðborg Kænugarðs má strax sjá …
Dagur. Að morgni dags í miðborg Kænugarðs má strax sjá fólk á ferli á leið til daglegra starfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nótt. Sprengjuhlaðin vélfygli herja á borgarbúa á næturnar. Sumir leita …
Nótt. Sprengjuhlaðin vélfygli herja á borgarbúa á næturnar. Sumir leita þá skjóls í byrgjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Líf. Trúin gegnir stóru hlutverki í lífi margra og ekki …
Líf. Trúin gegnir stóru hlutverki í lífi margra og ekki síst í baráttunni við Rússa síðustu ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dauði. Vart má finna kirkjugarð þar sem ekki eru grafnir …
Dauði. Vart má finna kirkjugarð þar sem ekki eru grafnir hermenn sem Rússar hafa drepið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert