Danskir lögreglumenn sendir til Grænlands

Ekki er ljóst hver verkefni lögreglunnar verða.
Ekki er ljóst hver verkefni lögreglunnar verða. AFP/Emil Helms

Flugvél með dönskum lögreglumönnum er nú á leið til Grænlands. Danska ríkisútvarpið hefur fengið þetta staðfest af yfirvöldum þar í landi.

Talið er að lögreglumennirnir séu á leiðinni til Grænlands í tengslum við heimsókn bandarískra embættismanna í næstu viku.

Ekki er ljóst nákvæmlega hver verkefni lögreglunnar verða.

Samkvæmt upplýsingum DR hyggst Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, heimsækja Grænland í næstu viku ásamt Ushu Vance, sem er eiginkona varaforsetans JD Vance.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert