Usha Vance, eiginkona JD Vance varaforseta Bandaríkjanna, mun heimsækja Grænland í vikunni.
Í dag var greint frá því að danskir lögreglumenn væru á leið til landsins vegna heimsóknarinnar.
Heimsókn Vance hefst á sunnudag og mun sonur hennar, auk bandarískrar sendinefndar, heimsækja sögulega staði og læra um grænlenska menningu. Þau munu meðal annars fylgjast með sleðahundakeppninni Avannaata Qimussersu.
„Frú Vance og sendinefndin eru spennt að fylgjast með þessari merku keppni og fagna grænlenskri menningu og samstöðu,“ sagði í tilkynningu Hvíta hússins.
Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að ekki væri hægt að aðskilja heimsóknina yfirlýsingum Trumps um að eignast Grænland.
Spurður fyrr í þessum mánuði sagðist Trump trúa að „það muni gerast“.
„Við viljum vinna með Bandaríkjamönnum,“ sagði Fredriksen og bætti við að samstarfið verði að byggjast á grundvallargildum fullveldis og virðingar milli landa og þjóða.
„Þetta er eitthvað sem við tökum alvarlega.“